Spennandi vika að baki
Áður en lengra er haldið langar okkur Jökli að þakka ykkur öllum kærlega fyrir að hafa skráð ykkur á póstlista Planitor. Það er óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið framar vonum. Án þess að vilja draga of miklar ályktanir of snemma um ástæður þess þá er ljóst að margir hafa áhuga á skipulags- og byggingarmálum og vilja gjarnan sjá öflugri lausnir til að kynna sér mál og fá aukna yfirsýn. Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við okkur úr ólíkum áttum og við erum afar þakklátir fyrir alla þá endurgjöf sem við höfum fengið síðustu daga.
Ein spurning sem við höfum fengið nokkuð oft síðustu daga er hverjir viðskiptavinir Planitor verða. Í stuttu máli stefnum við að farsælu samstarfi við opinbera aðila á sama tíma og við byggju upp grunn að neti viðskiptavina úr einkageiranum. Hér eru nokkur dæmi um mögulega viðskiptavini og þær lausnir sem við teljum að geti nýst þeim.
Til frekari útskýringa má ímynda sér eftirfarandi dæmi
Annars gengur forritunarvinnan vel og við erum komnir nokkuð vel á veg með fyrstu sveitarfélögin sem Planitor mun ná yfir. Eins og við mátti búast eru ófáar hindranir á veginum. Okkar ástkæra ylhýra er ekki einfaldasta tungumálið fyrir hugbúnað að greina og afgreiðslur sveitarfélaga á milli embætta og mismunandi stjórnsýslustiga eru oft á tíðum hálfgerður frumskógur. En einmitt þess vegna erum við að þessu og blessunarlega hefur margt gott starf verið unnið á sviði máltækni síðustu ár. Gott dæmi um það er Greynir sem hugbúnaðarfyrirtækið Miðeind á heiðurinn af. Ótrúlega flottur og metnaðarfullur máltæknihugbúnaður sem gjörbreytir allri vinnu í tengslum við textavinnslu á borð við þá sem við erum að fást við. Meira um það síðar!
Góða helgi og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.
G&J