Gangið í bæinn!

Planitor fór (ó)formlega í loftið í síðustu viku. Síðan er vissulega langt frá því að vera tilbúin og lausnirnar eru ennþá í mikilli þróun og taka breytingum dag frá degi en við höfum ákveðið að fara þá leið að setja allt í loftið um leið og það er orðið nothæft. Ástæðan er sú að við viljum frekar að fólk byrji að nota kerfið og hjálpi okkur að finna brotalamirnar í stað þess að veðja á stórt “launch” eftir nokkra mánuði og átta okkur síðan á því að við höfum verið að forrita e-ð sem fáir vilja nota. Viðbrögðin hafa verið vonum framar og heimsóknirnar á síðuna aukast dag frá degi. Enn sem komið er eru fundargerðir byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og skipulagsráðs Reykjavíkur einu fundargerðirnar í kerfinu en næstu sveitarfélög munu bætast við á næstu vikum.

Nokkrar nýjungar hafa litið dagsins ljós í nýjust uppfærslunni en þar ber helst að nefna vöktunarhnappinn. Gegn hóflegu mánaðargjaldi er nú hægt að vakta málsnúmer og heimilisföng og innan tíðar verður einnig hægt að vakta málsaðila en þeir hafa nú fengið síðan eigin síður líkt og sjá má hér að neðan. Þar er hægt að sjá öll mál sem viðkomandi tengist. Önnur nýjung eru hnappar þar sem hægt er að fletta á milli fundarliða í fundargerðum. Hugmyndin með þeim er að er að einfalda lestur og gera efnið aðgengilegra. Það virðist vera að virka því notendur eru að eyða talsverðum tíma á hverjum lið og fletta svo yfir á næsta.

Það er gaman að vita til þess að fólk sé að nota kerfið og við tökum allri endurgjöf fagnandi! Allar nánar upplýsingar má finna hér og sem fyrr erum við boðnir og búnir að hitta alla sem hafa áhuga á Planitor og vilja vita meira.

Góða helgi
G&J