Fréttabréf Planitor

Share this post
Fundargerðir Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur
planitor.substack.com

Fundargerðir Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur

Nú í Planitor

Planitor
Jul 3, 2020
Comment
Share

Í herbúðum Planitor vannst lítill áfangasigur í vikunni þegar fundargerðir Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur var bætt við í fundargerðagáttina. Fundargerðir ráðsins eru ólíkar fundargerðum skipulags- og byggingarfulltrúa að mörgu leyti. Ráðið er skipað kjörnum fulltrúum og því mikið um bókanir og gagnbókanir sem varpa ljósi á pólitíska afstöðu borgarstjórnarflokkanna gagnvart þeim verkefnum og uppbyggingaráformum sem koma fyrir ráðið hverju sinni. Þessar bókanir geta verið svolítið torf og því áskorun að þróa hugbúnað sem nær almennilega utan um þær með tilliti til upplýsingamiðlunar. Eins fylgja bókunum í ráðinu oft fylgigögn á pdf formi þar sem finna má afar verðmætar og áhugaverðar upplýsingar sem er mikilvægt að halda til haga og miðla áfram.

Gott dæmi um þetta allt saman er síðasti fundur ráðsins sem fór fram sl. miðvikudag og stóð yfir í tæpar 8 klst. Fundarliðirnir voru 85 talsins og mörg stór mál tekin fyrir. Formaður ráðsins, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir gerði mörgum þessum málum góð skil í afar greinargóðum tístþræði eftir fundinn:

Twitter avatar for @SigurborgOskSigurborg Ósk Haraldsdóttir @SigurborgOsk
Fundur í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur 1.júlí 2020. Fullt af málum voru samþykkt í auglýsingu. Mál fyrir grænni, öruggari og mannúðlegri borg. Það sýnist best í verki að Reykjavík er frjálslynd og framsækin borg.

July 1st 2020

2 Retweets79 Likes

Þráður Sigurborgar er mjög til fyrirmyndar en varpar á sama tíma ljósi á þá annmarka sem núverandi fundargerðarkerfi borgarinnar og flestrar annarra sveitarfélaga glíma við. Til að miðla upplýsingum úr fundargerðum er nefnilega oftast notast á við skjáskot af ýmsu tagi því fundargerðir borgarinnar bjóða ekki upp á neitt annað ef ekki á að deila hlekkjum á fundargerðirnar í heild. Tilkoma Planitor breytir þessu og færir kjörnum fulltrúum og öðrum mun öflugri verkfæri til að miðla upplýsingum úr fundargerðum. Með Planitor fær hver bókun sinn eigin hlekk þannig að öll upplýsingamiðlun verður mun hnitmiðaðri. Kerfið er eðli málsins skv. ekki fullhannað og margar ákvarðantökur framundan um hvernig sé best að miðla þessum upplýsingum, t.d. á samfélagsmiðlum en til að sýna fram á möguleikana settum við saman Planitor útgáfu af þræðinum hennar Sigurborgar:

Twitter avatar for @planitorPlanitor @planitor
1. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir smábátahöfn í Elliðaárvogi. Í breytingunni felst minniháttar breyting á uppdrætti fyrir hafnargarð við smábátahöfn Snarfara við Naustavog, í Elliðaárdal.
Bókun 4. fundarliður / Skipulags- og samgönguráð í Reykjavík — PlanitorUpplýsingagátt fyrir skipulagsmál og mannvirkjagerð á Íslandiplanitor.io

July 3rd 2020

Hönnunin á vaktaranum er síðan komin á fullt og það styttist óðum í að fleiri sveitarfélög bætist við fundargerðargáttina. Altsvo, allt á fullu og spennandi tímar framundan hjá Planitor!

G&J

CommentComment
ShareShare

Create your profile

0 subscriptions will be displayed on your profile (edit)

Skip for now

Only paid subscribers can comment on this post

Already a paid subscriber? Sign in

Check your email

For your security, we need to re-authenticate you.

Click the link we sent to , or click here to sign in.

TopNew

No posts

Ready for more?

© 2022 Planitor
Privacy ∙ Terms ∙ Collection notice
Publish on Substack Get the app
Substack is the home for great writing